Listakonan Kristín frá Munkaþverá hefur haldið yfir 20 einkasýningar og hlotið heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til myndlistarinnar.
Listakonan Kristín frá Munkaþverá hefur haldið yfir 20 einkasýningar og hlotið heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til myndlistarinnar. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Stofn er heiti sýningar með verkum eftir Kristínu Jónsdóttir frá Munkaþverá, þá nefnist sýning með úrvali verka úr Listasafni Háskóla Íslands Vatnið og landið, og…

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Stofn er heiti sýningar með verkum eftir Kristínu Jónsdóttir frá Munkaþverá, þá nefnist sýning með úrvali verka úr Listasafni Háskóla Íslands Vatnið og landið, og loks er það samsýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi.

Kristín Jónsdóttir fæddist á Munkaþverá í Eyjafirði 1933. Hún hefur haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Kristínu má finna í helstu listasöfnum landsins og hlaut hún árið 2021 heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Listasafn Háskóla Íslands var stofnað 1980. Líkt og mörg háskólalistasöfn erlendis byggir það safneign sína að hluta til á gjöfum og hafa því verið gefin 1.300 myndverk. Í því úrvali sem nú er sýnt eru abstraktverk níu kunnra listamanna.

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að 250 ár eru liðin frá fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands, 1772. Tíu íslenskir grafíklistamenn túlka á sýningunni verk leiðangursmanna. Samtímis verður sýningin Paradise Lost opnuð, með verkum eftir tíu 10 listamenn frá Kyrrahafssvæðinu, en Svíinn Solander, sem hingað kom 1772, var líka í áhöfn skipsins HMS Endeav­our í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu.