— AFP/Ina Fassbinder
Listaverk Ólafs Elíassonar í al-Zubarah-eyðimörkinni í Katar er vinsæll áfangastaður margra sem staddir eru í furstadæminu til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Listaverkið, sem nefnist Skuggar á ferð um haf dagsins og var sett upp…

Listaverk Ólafs Elíassonar í al-Zubarah-eyðimörkinni í Katar er vinsæll áfangastaður margra sem staddir eru í furstadæminu til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Listaverkið, sem nefnist Skuggar á ferð um haf dagsins og var sett upp í tilefni mótsins, er risastórt, myndað úr nokkrum stórum hringlaga skífum sem hægt er að spegla sig í.