Veðurblíðan Guðmundur Salómonsson og Fanney Óskarsdóttir hjálpast að við að leggja þökurnar við húsið við Laugarbrekku á Húsavík.
Veðurblíðan Guðmundur Salómonsson og Fanney Óskarsdóttir hjálpast að við að leggja þökurnar við húsið við Laugarbrekku á Húsavík. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vel hefur viðrað fyrir framkvæmdir utan húss í haust og það sem af er vetri. Víða hefur verið unnið við byggingar og jafnvel garða. Guðmundur Salómonsson, húsasmíðameistari á Húsavík, og Fanney Óskarsdóttir kona hans nýttu blíðuna til að þökuleggja…

Vel hefur viðrað fyrir framkvæmdir utan húss í haust og það sem af er vetri. Víða hefur verið unnið við byggingar og jafnvel garða. Guðmundur Salómonsson, húsasmíðameistari á Húsavík, og Fanney Óskarsdóttir kona hans nýttu blíðuna til að þökuleggja lóðina á tveggja íbúða húsi sem Guðmundur er að byggja við Laugarbrekku.

„Við notuðum sumarið til að ganga frá húsinu að utan og lóðinni. Þegar við ætluðum að þökuleggja gerði frost svo ekki var hægt að skera þökur. Þegar svo þiðnaði skelltum við okkur í þetta,“ segir Guðmundur. Hann var búinn að steypa plön og stéttir og aðeins var eftir að þökuleggja um 300 fermetra. Það gekk vel. Spáð er kólnandi veðri þannig að Guðmundur reiknar ekki með að grasið taki við sér fyrr en með vorinu.

Tvær íbúðir eru í húsinu. Hann er að vinna að klæðningum að innan og hafði ekki hugsað sér að setja íbúðirnar í sölu fyrr en eftir áramót en þrátt fyrir það er kaupandi nú þegar búinn að festa sér aðra íbúðina. helgi@mbl.is