Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,45% í nóvember.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,45% í nóvember.
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 85,8 milljörðum króna í nóvember og jukust um 12% á milli mánaða. Viðskipti með hlutabréf drógust þó saman um 17% á milli ára. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir nóvembermánuð

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 85,8 milljörðum króna í nóvember og jukust um 12% á milli mánaða. Viðskipti með hlutabréf drógust þó saman um 17% á milli ára.

Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir nóvembermánuð. Þá námu viðskipti með skuldabréf um 128 milljörðum króna og jukust um 6% á milli mánaða. Á aðalmarkaði var Arion banki með mestu hlutdeildina, 17,5%, Fossar með 17,3% og Íslandsbanki 16,9%. Á skuldabréfamarkaði voru Fossar með mestu hlutdeildina, 23,8%, Íslandsbanki með 19,7% og Arion banki 16,6%