Lars gamli Ulrich getur enn orðið gáttaður.
Lars gamli Ulrich getur enn orðið gáttaður. — AFP/Theo Wargo
Hlessa Lars Ulrich, trymbill Metallica, lýsti undrun sinni á því í útvarpsþætti Howards Sterns í Bandaríkjunum í vikunni að fregnir um nýtt lag, Lux Æterna, og nýja plötu, 72 Seasons, hafi ekki kvisast út á netinu en málmskrímslið hefur unnið að þessu á laun undanfarin misseri

Hlessa Lars Ulrich, trymbill Metallica, lýsti undrun sinni á því í útvarpsþætti Howards Sterns í Bandaríkjunum í vikunni að fregnir um nýtt lag, Lux Æterna, og nýja plötu, 72 Seasons, hafi ekki kvisast út á netinu en málmskrímslið hefur unnið að þessu á laun undanfarin misseri. „Ég stóð klár á því að þessu yrði lekið en það fokking gerðist ekki.“ sagði Ulrich en málmskrímslið gerði sjálft grein fyrir þessum nýju verkum sínum síðastliðinn þriðjudag. Lagið er þegar komið út en platan, sú fyrsta frá 2016, er væntanleg 14. apríl.