Marksæknir Memphis Depay og Lionel Messi leika stór hlutverk í sóknarleiknum hjá Hollandi og Argentínu sem mætast í kvöld kl. 19.
Marksæknir Memphis Depay og Lionel Messi leika stór hlutverk í sóknarleiknum hjá Hollandi og Argentínu sem mætast í kvöld kl. 19. — AFP/Adrian Dennis/Alfredo Estrella
Í kvöld verður komið á hreint hvaða lið mætast í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Katar. Brasilía mætir Króatíu klukkan 15 og viðureign Hollands og Argentínu hefst klukkan 19 en sigurvegarar í þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið kemur

Í kvöld verður komið á hreint hvaða lið mætast í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Katar. Brasilía mætir Króatíu klukkan 15 og viðureign Hollands og Argentínu hefst klukkan 19 en sigurvegarar í þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið kemur. Þessar fjórar þjóðir hafa allar leikið til úrslita um heimsmeistaratitilinn á þessari öld því Brasilía varð meistari 2002 en Holland tapaði úrslitaleiknum 2010, Argentína 2014 og Króatía 2018.

Brasilía og Króatía hafa tvisvar áður mæst á HM. Brasilía vann 1:0 í riðlakeppninni árið 2006 og aftur 3:1 í upphafsleik keppninnar í Brasilíu árið 2014.

Holland og Argentína hafa mæst fimm sinnum áður á HM. Holland vann 4:0 í átta liða úrslitum árið 1974, Argentína vann úrslitaleik liðanna 3:1 árið 1978, Holland vann 2:1 í 8-liða úrslitum árið 1998, liðin gerðu 0:0 jafntefli í riðlakeppni árið 2006 og Argentína vann í vítakeppni eftir 0:0 jafntefli í undanúrslitum árið 2014.