Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óðinn Viðskiptablaðsins fjallar um rekstur Reykjavíkurborgar og rifjar meðal annars upp orð Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra í borgarstjórn 3. maí sl., ellefu dögum fyrir borgarstjórnarkosningar: „Þessi ársreikningur staðfestir því ábyrga fjármálastjórn, öflug og rétt viðbrögð við erfiðum aðstæðum, góða frammistöðu starfsfólks og stjórnenda og sterka stöðu borgarsjóðs og samstæðunnar í heild. Það er gott veganesti inn í framtíðina og fyrir þá miklu uppbyggingu sem framundan er.“

Óðinn Viðskiptablaðsins fjallar um rekstur Reykjavíkurborgar og rifjar meðal annars upp orð Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra í borgarstjórn 3. maí sl., ellefu dögum fyrir borgarstjórnarkosningar: „Þessi ársreikningur staðfestir því ábyrga fjármálastjórn, öflug og rétt viðbrögð við erfiðum aðstæðum, góða frammistöðu starfsfólks og stjórnenda og sterka stöðu borgarsjóðs og samstæðunnar í heild. Það er gott veganesti inn í framtíðina og fyrir þá miklu uppbyggingu sem framundan er.“

Þessi orð reyndust hrein blekking og eins og Óðinn bendir á kom í ljós þegar leið á árið að aðvörunarorð þeirra sem gagnrýndu fjárhagsstöðuna reyndust öll rétt.

Hann bendir einnig á að vandi borgarinnar sé ekki tekjuvandi því að skatttekjur borgarinnar hafi vaxið hratt. Þær hafi árið 2021 verið 32% hærri en árið 2007, á föstu verðlagi. Sé horft styttra aftur, til ársins 2014, hafi skatttekjurnar vaxið um 60%.

Vandi borgarinnar er á gjaldahliðinni sem má til dæmis sjá á gríðarlegri fjölgun starfsfólks, langt umfram fjölgun íbúa.

Borgin hefur árum saman verið stjórnlaus og nú er komið að skuldadögum. Boðaðar ráðstafanir breyta litlu í því sambandi.