Jólatónleikarnir Julevenner með Gauta Þey Mássyni, eða Emmsjé Gauta, eru löngu orðnir hluti af aðventunni hjá mörgum. Hann rifjaði upp hvernig tónleikarnir, sem eru að mörgu leyti öðruvísi en þessir klassísku jólatónleikar sem flestir þekkja,…

Jólatónleikarnir Julevenner með Gauta Þey Mássyni, eða Emmsjé Gauta, eru löngu orðnir hluti af aðventunni hjá mörgum. Hann rifjaði upp hvernig tónleikarnir, sem eru að mörgu leyti öðruvísi en þessir klassísku jólatónleikar sem flestir þekkja, byrjuðu í viðtali í Helgarútgáfunni á K100, þangað sem hann mætti með syni sínum Óliver. Þar ræddi hann einnig um tónlistina, pabbalífið og vesenið sem fylgdi því að missa hárið. Viðtalið má heyra á K100.is.