Nýbygging Svona voru áformin í Bankastræti 3 kynnt árið 2020.
Nýbygging Svona voru áformin í Bankastræti 3 kynnt árið 2020. — Tölvumynd/Argos
Útlit er fyrir að afar þétt verði byggt neðst í Bankastræti nái bæði áform um viðbyggingu Stjórnarráðsins og nýbyggingu á lóðinni í Bankastræti 3 fram að ganga. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær lýsir forsætisráðuneytið áhyggjum af stærð hússins sem Herbertsprent ehf

Útlit er fyrir að afar þétt verði byggt neðst í Bankastræti nái bæði áform um viðbyggingu Stjórnarráðsins og nýbyggingu á lóðinni í Bankastræti 3 fram að ganga. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær lýsir forsætisráðuneytið áhyggjum af stærð hússins sem Herbertsprent ehf. hyggst reisa á bak við verslunina Stellu á lóðinni. Félagið hefur um árabil barist fyrir því að deiliskipulag verði unnið fyrir lóðina. Áform þess gera ráð fyrir fjögurra hæða nýbyggingu, alls 1.173 fermetra. Forsvarsmenn Herbertsprents vildu ekki tjá sig um athugasemdir forsætisráðuneytisins í gær.

Eins og sjá má á kortinu hér að ofan skarast nýbyggingarnar tvær miðað við umrædd áform. Athugasemdir forsætisráðuneytisins sneru meðal annars að því að nýbyggingin í Bankastræti 3 væri við lóðamörk og þar með við hliðina á fundarherbergi ríkisstjórnarinnar. Það gæti því verið auðvelt skotmark út um glugga á efri hæðum.