Jólabókaflóð Margir kaupa bækur en verðið er misjafnt eftir búðum.
Jólabókaflóð Margir kaupa bækur en verðið er misjafnt eftir búðum. — Morgunblaðið/Hari
Lægsta bókaverðið fyrir jólin er í verslunum Bónuss ef marka má nýja könnun verðlagseftirlits ASÍ. Kannað var verð á 91 bók í jólabókaflóðinu og í 50 tilvikum var Bónus með lægsta verðið. Bókabúð Forlagsins bauð upp á lægsta verðið á 25 titlum

Lægsta bókaverðið fyrir jólin er í verslunum Bónuss ef marka má nýja könnun verðlagseftirlits ASÍ. Kannað var verð á 91 bók í jólabókaflóðinu og í 50 tilvikum var Bónus með lægsta verðið. Bókabúð Forlagsins bauð upp á lægsta verðið á 25 titlum. Hæsta verðið var oftast í verslunum Pennans Eymundsson eða í 43 tilvikum. Salka átti 16 af dýrustu bókunum og Forlagið 13.

„Mest var 88% eða 2.009 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn. Hæst var verðið í Pennanum Eymundsson, 4.299, en lægst í Forlaginu, 2.290 kr.,“ segir í kynningu ASÍ.

Þar kemur jafnframt fram að engar verðmerkingar hafi verið til staðar í Nettó og því hafi fulltrúi ASÍ ekki getað tekið niður verð. Samræmist það ekki reglum Neytendastofu.