„Í fermingarveislu minni dró ég ekki dul á það að ég ætlaði mér á þing.“ Dul er leynd og orðtakið að draga ekki dul á e-ð þýðir að leyna e-u ekki

„Í fermingarveislu minni dró ég ekki dul á það að ég ætlaði mér á þing.“ Dul er leynd og orðtakið að draga ekki dul á e-ð þýðir að leyna e-u ekki. Í orðum hins metnaðargjarna fermingarbarns sést ekki hvers kyns er – en dul er kvenkyns, svo ekki dugir að draga „engan dul“ á neitt. Á það skal ekki dregin dul.