Epli Marco Hofschneider fer með aðalhlutverkið í mynd Hollands.
Epli Marco Hofschneider fer með aðalhlutverkið í mynd Hollands.
Evrópskur kvikmyndamánuður nær hámarki í Bíó Paradís um helgina með beinu streymi frá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum á morgun, laugardag. Á morgun kl. 14 verður einnig sýnd kvikmyndin Divine Intervention í leikstjórn Elia Suleiman, en hann er einn…

Evrópskur kvikmyndamánuður nær hámarki í Bíó Paradís um helgina með beinu streymi frá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum á morgun, laugardag. Á morgun kl. 14 verður einnig sýnd kvikmyndin Divine Intervention í leikstjórn Elia Suleiman, en hann er einn heiðursverðlaunahafanna í ár. Myndin, sem fjallar um elskendur sem eru aðskildir á landamærum en skipuleggja leynifundi, hlaut dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2002. Að sýningu lokinni situr Elia Suleiman fyrir svörum og stýrir Valur Gunnarsson, rithöfundur og blaðamaður, umræðum.

Á mánudag kl. 15 verða sýndir tveir fyrstu þættirnir af sex í þáttaröð eftir Marco Bellocchio sem nefnist Esterno notte. Þættirnir fjalla um mannrán og að lokum morðið á áhrifamesta stjórnmálamanni Ítalíu og fyrrverandi forsætisráðherra, Aldo Moro, seint á áttunda áratug síðustu aldar. Að lokinni sýningu situr Marco Bellocchio, sem er heiðursgestur verðlaunanna, fyrir svörum og stýrir Ísold Uggadóttir leikstjóri umræðum. Á þriðjudag kl. 19 verður sýnd kvikmyndin Europa Europa eða Hitlerjunge Salomon eftir­ Agnieszku Holland, sem er forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomons Perels, þýskættaðs gyðings sem flúði útrýmingarbúðir nasista. Myndin vann Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin árið 1991 og var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sama ár fyrir besta handrit.