Jón Magnússon lögmaður
Jón Magnússon lögmaður
Sú var tíðin, segir Jón Magnússon lögmaður, „að vinstri stjórn í Reykjavík ákvað að stofna sérstakt fyrirtæki á samkeppnismarkaði undir hatti Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið selur ljósleiðaratengingar fyrir fyrirtæki og almenning.

Sú var tíðin, segir Jón Magnússon lögmaður, „að vinstri stjórn í Reykjavík ákvað að stofna sérstakt fyrirtæki á samkeppnismarkaði undir hatti Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið selur ljósleiðaratengingar fyrir fyrirtæki og almenning.

Ekki varð séð hvað Orkuveitan hefði með það að gera, en áfram æddu vinstri menn út í fenið. Nú skuldar fyrirtækið 14 milljarða, sem útsvarsgreiðendur í Reykjavík verða að greiða í fyllingu tímans.

Þrátt fyrir tapið og stöðugan hallarekstur skal haldið áfram að kasta fjármunum almennings á glæ í þessum samkeppnisrekstri og kaupa dót af Sýn fyrir 3 milljarða, sem fyrirtækið á ekki til og eykur því skuldir sínar sem því nemur.

Margt er samt á huldu um þessi viðskipti og ekki fást nauðsynleg svör frá stjórnarformanni Orkuveitunnar, sem er þó í flokki, sem krefst þess að allt sé opið og gagnsætt. Eitthvað þarf að fela.

Eðlilegra hefði verið að Ljósleiðarinn hefði selt Sýn hluta af sínum eignum, helst allar, þó ekki væri til annars en að minnka skuldir og til að þessi opinberi aðili færi af samkeppnismarkaði.

Undir leyndarhjúp skal síðan haldið áfram lengra út í fenið og kaupa burt samkeppni einkaaðila.“