Sauðfé Riða er ólæknandi sjúkdómur og mikilvægt að ná tökum á henni.
Sauðfé Riða er ólæknandi sjúkdómur og mikilvægt að ná tökum á henni. — Morgunblaðið/SH
„Við vonumst til að vita eftir þrjú ár hvort hér er einn riðustofn eða hvort þeir eru fleiri. Einnig verður skoðaður skyldleiki við riðu í öðrum kindastofnum. Við tókum í fyrra sýni úr kindum af íslenskum uppruna í Grænlandi og erum búin að greina þau

„Við vonumst til að vita eftir þrjú ár hvort hér er einn riðustofn eða hvort þeir eru fleiri. Einnig verður skoðaður skyldleiki við riðu í öðrum kindastofnum. Við tókum í fyrra sýni úr kindum af íslenskum uppruna í Grænlandi og erum búin að greina þau. Það fannst verndandi arfgerð í grænlenska fénu en líklega þurfum við ekki að flytja inn sæði þaðan vegna þess að arfgerðin fannst hér,“ segir dr. Stefanía Þorgeirsdóttir, sérfræðingur við Tilraunastöð HÍ á Keldum.

Evrópskt samstarfsverkefni um rannsóknir á riðu í sauðfé fékk nýlega 190 milljóna króna Evrópustyrk. Ísland tekur þátt í rannsókninni ásamt vísindamönnum frá Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Stefanía leiðir íslenska hópinn.

Tvö verkefni varðandi rannsókn á erfðabreytileika í íslensku sauðkindinni með tilliti til riðu hófust hér í fyrra. Meðal annars fannst verndandi arfgerð fyrir riðu (ARR) í fyrsta sinn hér á landi þegar þessi eiginleiki fannst í hrútnum Gimsteini. Sama arfgerð hefur síðan fundist í fleiri íslenskum kindum, en öllum þó í sömu hjörðinni. » 10