Ánægja Styrkþegar í Salnum þar sem tilkynnt var um úhlutun ársins.
Ánægja Styrkþegar í Salnum þar sem tilkynnt var um úhlutun ársins.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar hefur úthlutað fimmtán milljónum til 26 umsækjenda vegna lista- og menningarverkefna sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Alls bárust ráðinu 56 umsóknir

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar hefur úthlutað fimmtán milljónum til 26 umsækjenda vegna lista- og menningarverkefna sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Alls bárust ráðinu 56 umsóknir.

Menningarfélagið Rebel Rebel hlaut hæsta styrkinn, fimm milljónir króna, til að standa fyrir listahátíðinni Hamraborg Festival í ágúst 2023, en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Aðstandendur hennar eru Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason, Joanna Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og Snæbjörn Brynjarsson,“ segir í tilkynningu.

Y gallerý hlaut 1,5 milljónir til sýningarhalds í Olís-bensínstöðinni við Hamraborg, „en galleríið hefur fest sig í sessi sem eitt framsæknasta og óvenjulegasta gallerí landsins“. Ævintýraleiksýning Guðjóns Davíðs Karlssonar og Þrastar Leó Gunnarssonar um álfa hlaut eina milljón, en „hugmynd þeirra er að sýna fram á möguleika Salarins sem leikhúsvettvangs auk þess að gleðja og skemmta börnum“.