Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun líklega ekki afgreiða frá sér skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en í janúar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns nefndarinnar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun líklega ekki afgreiða frá sér skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en í janúar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns nefndarinnar. Nefndin hélt áfram umfjöllun um skýrsluna í gær og vonast er til að hægt verði að ljúka henni á morgun. „Við eigum eftir fund í þessari viku á miðvikudaginn og svo býst ég við að fari að líða að lokum umfjöllunar í nefndinni en miðað við hvar við erum stödd í starfsáætlun þingsins geri ég ráð fyrir að við skilum af okkur í janúar,“ segir Þórunn. Samkvæmt starfsáætlun fara þingmenn í jólaleyfi um næstu helgi.