Ye, einnig þekktur sem Kanye West.
Ye, einnig þekktur sem Kanye West.
Stjórnendur Listaháskóla Chicago (SAIC) hafa svipt rapparann Ye, sem einnig er þekktur sem Kanye West, heiðursdoktorsnafnbót sem honum var veitt 2015. Bree Witt, talskona skólans, segir stjórnendur skólans fordæma og mótmæla hatursfullri og…

Stjórnendur Listaháskóla Chicago (SAIC) hafa svipt rapparann Ye, sem einnig er þekktur sem Kanye West, heiðursdoktorsnafnbót sem honum var veitt 2015. Bree Witt, talskona skólans, segir stjórnendur skólans fordæma og mótmæla hatursfullri og hættulegri orðræðu rapparans sem sé full af kynþáttahatri og andúð í garð gyðinga. „Afstaða hans er ekki í samhljómi við markmið og gildi SAIC,“ segir Witt.

Stutt er síðan Ye hyllti Adolf Hitler í hlaðvarpsþætti hjá samsæriskenningasmiðnum Alex Jones og var hent út af samfélagsmiðlinum Twitter eftir að hafa deilt mynd af hakakrossi. Ummæli Ye um Hitler, nasista og gyðinga hafa ekki aðeins kostað hann heiðursdoktorsnafnbótina heldur hafa stjórnendur hjá m.a. Adidas, Balenciaga og Gap valið að slíta samningum sínum við hann.