Kvennakórinn Katla, Karlakórinn Esja, Olga Vocal Ensemble og Drengjakór Reykjavíkur stilla í kvöld, þriðjudag, saman strengi sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju og það tvennum, klukkan 18 og 20.30

Kvennakórinn Katla, Karlakórinn Esja, Olga Vocal Ensemble og Drengjakór Reykjavíkur stilla í kvöld, þriðjudag, saman strengi sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju og það tvennum, klukkan 18 og 20.30. Fluttar verða fjölmargar og fjölbreyttar jólaperlur sem aðstandendur tónleikanna segja lyfta andanum, létta lund og koma áheyrendum í sannkallað hátíðarskap; söngvararnir flytja allt frá himneskum jólasöngvum yfir í smá popp.