Þjálfari Didier Deschamps hefur stýrt Frökkum frá 2012.
Þjálfari Didier Deschamps hefur stýrt Frökkum frá 2012. — AFP/Gabriel Bouys
Frakkar vilja halda Didier Deschamps sem þjálfara karlalandsliðsins síns en forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graët, staðfesti við L'Equipe í gær að honum hefði verið boðinn nýr samningur frá og með áramótum

Frakkar vilja halda Didier Deschamps sem þjálfara karlalandsliðsins síns en forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graët, staðfesti við L'Equipe í gær að honum hefði verið boðinn nýr samningur frá og með áramótum. Deschamps hefur verið með franska liðið í tíu ár og núgildandi samningur hans rennur út um áramótin. Talið hafði verið fullvíst að hann myndi hætta og Zinedine Zidane hefur verið ítrekað orðaður við starfið.