Hildur Guðnadóttir
Hildur Guðnadóttir
Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Hildur, sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker, er tilnefnd fyrir bestu upprunalegu kvikmyndatónlistina

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Hildur, sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker, er tilnefnd fyrir bestu upprunalegu kvikmyndatónlistina. Hún hlaut ekki tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Tári, en sú kvikmynd hlaut þrjár tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni. Golden Globe-verðlaunin verða afhent hinn 10. janúar 2023 í Los Angeles.