Það var í spjallþætti fyrir skömmu að talið barst að flóttamannavandamáli heimsins og á Íslandi. Einn þátttakandinn benti á að við Íslendingar værum sjálfir flóttamenn frá Noregi.

Það var í spjallþætti fyrir skömmu að talið barst að flóttamannavandamáli heimsins og á Íslandi. Einn þátttakandinn benti á að við Íslendingar værum sjálfir flóttamenn frá Noregi. Það er hverju orði sannara, við flúðum Noreg fyrir daga nútímagreiðu og skæra. Eitt vill þó gleymast í þessu sambandi, það er landnámið fyrir landnám. Við vorum ekki fyrstu landnemar þessa lands, langt í frá. Í sögunni er gert lítið úr þessari staðreynd. Gefið er í skyn að þetta hafi verið örfáir írskir kristnir munkar sem ekki vildu vera með heiðnum mönnum svo þeir gerðust flóttamenn á eyju sem nefnist í dag eftir þeim, Papey. Þar hafa líklega engin landamæri verið fyrir (no borders) svo ekki hefur það verið þeim til fyrirstöðu.

Ég lenti í smá vandræðum um daginn en sem betur fer gat ég hringt í uppgefið númer mér til aðstoðar. Á hinum endanum var maður sem bað mig um að tala ensku. Ég tel mig geta bjargað mér sæmilega á ensku en gekk samt mjög erfiðlega að lýsa vandamálinu og jafnvel lýsa staðnum sem ég var á. Ég dáist enn að því hversu fljótt maðurinn gat bjargað mér í þessum vanda en samt á þessum stað á þessari stundu, degi íslenskrar tungu, varð mér hugsað til Papeyjar.

TS,

eldri borgari.