Endurgerð Vel hefur tekist við endurgerð á turninum á Hvalneskirkju.
Endurgerð Vel hefur tekist við endurgerð á turninum á Hvalneskirkju. — Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það sem af er ári eru um 40 íbúðir í byggingu á misjöfnu byggingarstigi í Sandgerði. Flestar íbúðir eru í Skerjahverfi sem er nýtt hverfi við Stafnesveg sunnan við knattspyrnuvellina sem fótboltafélagið Reynir notar

Úr bæjarlífinu

Reynir Sveinsson

Sandgerði

Það sem af er ári eru um 40 íbúðir í byggingu á misjöfnu byggingarstigi í Sandgerði. Flestar íbúðir eru í Skerjahverfi sem er nýtt hverfi við Stafnesveg sunnan við knattspyrnuvellina sem fótboltafélagið Reynir notar. Í fyrsta áfanga eru eingöngu byggð parhús og fjölbýlishús. Þetta hverfi stendur hærra en önnur hverfi og er gott útsýni til sjávar.

Það virðist vera landlægt að mygla fynnist í leikskólum. Það fannst mygla í tveimur húsum við leikskólann Sólborg. Allt starf var flutt á aðra staði í bæjarfélaginu, ein deild fór í Samkomuhúsið, ein í Ráðhúsið og ein í grunnskólan. Svo voru keyptar gámaeiningar sem eru við veginn að Skerjahverffi. Nú er búið að lagfæra hluta leikskólans Skýjaborgar og ein deild kominn þangað, það er ljóst að viðgerðir og endunýjun á öllum búnaði mun kosta milljónir.

Á þessu ári hefur verið unnið við að leggja ljósleiðara um allan bæ, meðal annars er búið að leggja ljósleiðara að Stafnesi. Þeir sem sáu um að tengja ljósleiðarann klipptu á símastreng sem lá úti Hvalsneskirkju, þar með fór öryggiskerfi í kirkjunni úr sambandi sem endaði með því að tæknimenn komu og tengdu inná ljósleiðarann. Það hefði verið betra að þeir sem tengdu hefðu látið vita að breytingin yrði gerð.

Fyrir nokkrum áratugum var Miðnes hf. í Sandgerði eitt af öflugustu útgerðafyrirtækjum á landinu, félagið átti margar byggingar í Sandgerði sem í voru frystihús, stórt fiskverkunarhús og margt fleira. Í Keflavk áttu þeir beinamjölsverksmiðju, frystihúsið Keflavík og Duus húsin.

Eftir að Miðnes sameinaðst HB á Akranesi voru miklar hugmyndir um allskonar framkvæmdir í Sandgerði og að endurnyýa báta fyrirtækisins. Það fór allt á annan veg, allir bátar og togarar fóru frá Sandgerði og allt var selt þar. Um 300 manns misstu vinnuna þegar að allt fór í burtu og allur kvótinn, sem Brim ehf á nú. Nesfiskur hf. í Garði keypti stærstu byggingarnar fyrir um 20 árum síðan og stofnaði fiskverkunina Ásberg ehf. Í nóvember síðastliðnum var skipt um nafn á fiskverkunni og heitir hún í dag Miðnes ehf.

Árið 2021 var byrjað á lagfæringum á 135 ára turni Hvalsneskirkju en veðrið var afskaplega leiðinlegt sem tafði framkvæmdir mjög mikið. Á þessu ári var loks hægt að hefja viðgerðir aftur og það kom fljótllega í ljós að timbrið í turninum var víða ansi fúið. Allar skreitingar utan á turninum voru fúnar. það sama var með gluggana. Allar skreytingar og gluggar voru smíðaðir hjá Staftré sem sá um endursmíði á turninum og þykir hafa tekist mjög vel til með endurnýjun turns Hvalsneskirkju.

Einnig voru sett ný led polllaljós frá Hvalsnesbænum að kirkjunni og taka þau sig vel út. Næsta verkefnið er að helluleggja frá sáluhliði að þjónustuhúsi og setja led-pollaljós við stíginn.

Lionsklúbbur Sandgerðis hefur til margra ára boðið eldri borgurum í kvöldverð og leikhúsferð. Tvö síðustu ár sá Covid19 fyrir því að ekkert varð af jólahlaðborðinu. En 10 desember var boðið til veislu í Samkomuhúsinu í Sandgerði, 170 eldri borgarar mættu og gæddu sér á frábærum mat sem kom frá veitingastaðnum, Sjávarsetrinu sem er við Sandgerðishöfn. Það hefur fjölgað í þessum hópi eftir að Sandgerði og Garður sameinuðust í sveitafélagið Suðurnesjabæ.

Höf.: Reynir Sveinsson