Jón Hallgrímur Björnsson fæddist 19. desember 1922 í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Ingibjörg Jónheiður Árnadóttir, f. 1896, d. 1980, og Björn Björnsson, f. 1886, d. 1939. Jón lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1944 og lauk í Bandaríkjunum námi…

Jón Hallgrímur Björnsson fæddist 19. desember 1922 í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Ingibjörg Jónheiður Árnadóttir, f. 1896, d. 1980, og Björn Björnsson, f. 1886, d. 1939.

Jón lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1944 og lauk í Bandaríkjunum námi í skrúðgarðyrkju, B.Sc.-námi í landslagsarkitektúr og M.Sc.-námi í garðplöntuuppeldi.

Þegar Jón kom heim til Íslands vorið 1952 kenndi hann við Garðyrkjuskólann. Hann stofnaði Alaska gróðrarstöðina árið 1953 og starfrækti samhliða teiknistofu og lagði þar grundvöll að garðskipulagi hér á landi. Jón öðlaðist fyrstur manna starfsheitið landslagsarkitekt hér á landi. Eftir hann liggur mikill fjöldi verka og má m.a. nefna Hallargarðinn.

Jón hélt víða fyrirlestra og erindi í útvarp sem tengdust fagsviði hans og ritaði greinar í blöð og tímarit. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf sitt.

Jón giftist 1974 Elínu Þorsteinsdóttur, f. 6.8. 1939, bús. í Reykjavík. Sonur þeirra er Björn Þór og stjúpbörn Jóns eru Elísa Ólöf og Þorsteinn.

Jón lést 15. júlí 2009.