Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Staða Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, verður að öllu óbreyttu ekki rædd á fundi borgarstjórnar á þriðjudag í næstu viku. Meirihluti forsætisnefndar hafnaði í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að setja málið á dagskrá borgarstjórnar

Staða Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, verður að öllu óbreyttu ekki rædd á fundi borgarstjórnar á þriðjudag í næstu viku. Meirihluti forsætisnefndar hafnaði í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að setja málið á dagskrá borgarstjórnar. Ljósleiðarinn, sem skuldar nú þegar 14 milljarða króna, stefnir á aukna skuldsetningu til að fjárfesta í grunnneti Sýnar og útvíkka starfsemi félagsins. Það mun hafa áhrif á efnahagsreikning Orkuveitunnar og að lokum á Reykjavíkurborg. » 8 og 22