Slaufan Orri Finnbogason og Helga Guðrún Friðriksdóttir frá Orrifinn með Höllu Þorvaldsdóttur og Árna Reyni frá Krabbameinsfélaginu.
Slaufan Orri Finnbogason og Helga Guðrún Friðriksdóttir frá Orrifinn með Höllu Þorvaldsdóttur og Árna Reyni frá Krabbameinsfélaginu.
Bleika slaufan í ár var hönnuð af Helgu Guðrúnu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn skartgripum. Sala á slaufunni gekk mjög vel og seldust um 35.500 slaufur og 500 sparislaufur, en það eru viðhafnarslaufur sem seldar eru í takmörkuðu upplagi

Bleika slaufan í ár var hönnuð af Helgu Guðrúnu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn skartgripum. Sala á slaufunni gekk mjög vel og seldust um 35.500 slaufur og 500 sparislaufur, en það eru viðhafnarslaufur sem seldar eru í takmörkuðu upplagi.

Helga og Orri gáfu alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu á slaufunni og afhentu Krabbameinsfélaginu 6,3 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni. Halla Þorvaldsdóttir og Árni Reynir Alfreðsson frá Krabbameinsfélaginu veittu framlaginu viðtöku en Bleika slaufan er sem kunnugt er árlegt átaksverkefni félagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Allur ágóði Bleiku slaufunnar rennur til fjölbreyttar starfsemi Krabbameinsfélagins, m.a. í ráðgjöf og fræðslu.