Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær að hneppa mennina tvo sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í gæsluvarðhald á ný að beiðni lögreglu. Mönnunum var sleppt úr varðhaldi á þriðjudag eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær að hneppa mennina tvo sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í gæsluvarðhald á ný að beiðni lögreglu. Mönnunum var sleppt úr varðhaldi á þriðjudag eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms. Þá krafðist lögregla varðhalds á þeim grundvelli að mennirnir væru hættulegir. Mennirnir tveir mættu ekki í dómsal í gær.

Vildi lögreglan nú láta reyna á aðra lagagrein til að koma mönnunum í varðhald á ný. Varðhaldskrafan var byggð á 2. mgr. 95. gr. sakamálalaga sem hljóðar svo: Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a-d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.