Fyrir grænkerana, og auðvitað alla aðra, er þessi dásamleg!
Botn
1 dl pekanhnetur
2 dl möndlur
6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr
2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus
salt
Fylling
3 dl kasjúhnetur
8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr
½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill
1 dl kókosolía
1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn
2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. sítrónusafi
salt
3 dl vatn
1 tsk. agar-agar-duft
Karamellukrem
½ dl hlynsíróp
½ dl kókossykur eða hrásykur
½ dl kókosolía
1,5 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
1 tsk. vanilludropar
salt
Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.
Karamellufylling
Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnkenndur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.
Karamellukrem
Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin.
Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.
Best með þeyttum vegan-rjóma (t.d. frá Soyatoo), ferskum jarðarberjum og skornum banönum. Frá graenkerar.is.