Negla Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir ÍR-inga gegn Selfossi í sannfærandi sigri Breiðhyltinga í úrvalsdeildarslag.
Negla Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir ÍR-inga gegn Selfossi í sannfærandi sigri Breiðhyltinga í úrvalsdeildarslag. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÍR vann sannfærandi 34:28-heimasigur á Selfossi í úrvalsdeildarslag í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöldi. Einu marki munaði í hálfleik, 14:13. ÍR skoraði fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og hélt undirtökunum allt til loka

ÍR vann sannfærandi 34:28-heimasigur á Selfossi í úrvalsdeildarslag í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöldi.

Einu marki munaði í hálfleik, 14:13. ÍR skoraði fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og hélt undirtökunum allt til loka. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir ÍR og Viktor Sigurðsson sex. Ólafur Rafn Gíslason varði 17 skot í markinu. Hannes Höskuldsson skoraði ellefu fyrir Selfoss.

Þá vann Hörður, nýliði úr úrvalsdeildinni, þægilegan sigur á Kórdrengjum, botnliði 1. deildarinnar, 38:25. Var úrvalsdeildarliðið sterkara frá upphafi til enda. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Hörð og þeir José Neto og Endijs Kusners fimm hvor. Eyþór Vestmann skoraði átta fyrir Kórdrengi.

Átta liða úrslitunum lýkur í dag með leikjum ÍBV og Vals og Víðis og KA.