Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna jólatónleika í Eldborg Hörpu um helgina, kl. 14 og 16 báða daga. „Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina, m.a

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna jólatónleika í Eldborg Hörpu um helgina, kl. 14 og 16 báða daga. „Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina, m.a. lögin Jól eftir Jórunni Viðar og Friður, friður frelsarans eftir Felix Mendelssohn,“ segir í tilkynningu. Meðal þeirra sem koma fram með sveitinni eru söngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson og Björk Níelsdóttir, Kolbrún Völkudóttir táknmálssöngkona, Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora. Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara.