— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nú eru dimmustu dagarnir á norðurhveli jarðar. Klukkan 21:48:10 í kvöld verða tímamót en á þeirri stundu eru vetrarsólstöður og jörðin fer aftur að hallast í sólarátt. Lítið til að byrja með og er þá gjarnan talað um að daginn lengi um hænufet

Nú eru dimmustu dagarnir á norðurhveli jarðar. Klukkan 21:48:10 í kvöld verða tímamót en á þeirri stundu eru vetrarsólstöður og jörðin fer aftur að hallast í sólarátt. Lítið til að byrja með og er þá gjarnan talað um að daginn lengi um hænufet. Á morgun nýtur birtu örfáum sekúndum lengur en í dag og smám saman lengist dagurinn. Sólstöður eða sólhvörf eru sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaugi himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári og hérlendis eru sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna skýrist fyrst og fremst af hlaupársdögum.