Samkvæmt samkomlagi borgarinnar við olíufélögin verða byggðar íbúðir á ellefu bensínstöðvalóðum í borginni. Þær lóðir eru samtals rúmlega 40 þúsund fermetrar og er þar gert ráð fyrir 700-800 íbúðum. Miðað við að lóðarverð á hverja íbúð sé um 10…

Samkvæmt samkomlagi borgarinnar við olíufélögin verða byggðar íbúðir á ellefu bensínstöðvalóðum í borginni. Þær lóðir eru samtals rúmlega 40 þúsund fermetrar og er þar gert ráð fyrir 700-800 íbúðum.

Miðað við að lóðarverð á hverja íbúð sé um 10 milljónir, er verðmæti lóða undir 700-800 íbúðir sjö til átta milljarðar króna.

Aðrir tekjumöguleikar

Við það bætist að á sumum lóðanna er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð. Þá getur bílakjallari skapað lóðarhöfum tekjur, ekki síst ef stæðin eru leigð út eins og nú færist í vöxt. Á móti kemur að líkt og á öðrum þéttingarreitum er kveðið á um að tiltekið hlutfall íbúðanna skuli vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Tekið skal fram að skipulagið er í mótun og kann endanlegur fjöldi íbúða að breytast á einstaka lóðum. Þá koma fleiri bensínstöðvalóðir til greina sem byggingarlóðir. Þar með talið við Hringbraut og á Miklubraut.

Ívar Örn Ívarsson, deildarstjóri lögfræðideildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir samningana við olíufélögin hagstæða fyrir borgina. Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri hjá borginni, segir gert ráð fyrir að byggðar verði 16 þúsund íbúðir í borginni á næstu tíu árum.