Vel hefur gengið að bjarga Hopp-rafskútum úr snjónum sem þekur nú þjónustusvæði Hopp en fyrirtækið leggur áherslu á að færa skúturnar úr vegi snjóruðningstækja. Víða má þó enn sjá glitta í rafskúturnar í sköflum á höfuðborgarsvæðinu

Vel hefur gengið að bjarga Hopp-rafskútum úr snjónum sem þekur nú þjónustusvæði Hopp en fyrirtækið leggur áherslu á að færa skúturnar úr vegi snjóruðningstækja. Víða má þó enn sjá glitta í rafskúturnar í sköflum á höfuðborgarsvæðinu. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps, segir skúturnar enn vera í töluverðri notkun. „Sumir trúa því ekki en það er heldur betur þannig. Við förum tugi ferða þrátt fyrir að veðrið sé svona,“ segir Sæunn í samtali við K100.is.