Vígvöllur Úkraínuforseti sést hér veita hermanni viðurkenningu.
Vígvöllur Úkraínuforseti sést hér veita hermanni viðurkenningu. — AFP
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mætti óvænt til framlínuborgarinnar Bakhmút í Donetsk-héraði hvar innrásarlið Rússlands hefur undanfarna mánuði skipst á skotum við hersveitir heimamanna. Stappaði forsetinn stáli í hermenn sína og veitti sumum þeirra viðurkenningar fyrir afrek á vígvellinum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mætti óvænt til framlínuborgarinnar Bakhmút í Donetsk-héraði hvar innrásarlið Rússlands hefur undanfarna mánuði skipst á skotum við hersveitir heimamanna. Stappaði forsetinn stáli í hermenn sína og veitti sumum þeirra viðurkenningar fyrir afrek á vígvellinum. Heimsóknir sem þessi eru almennt sagðar mjög jákvæðar fyrir bæði móral og baráttuanda hermanna.

„Ég tel hetjur Bakhmút eiga skilið það sama og allir aðrir – að börn þeirra og fjölskyldur séu örugg og að þeim sjálfum sé hlýtt og búi við góða heilsu,“ sagði Selenskí m.a. við fréttamenn sem fylgdust með heimsókninni.

Þá sagði Úkraínuforseti Rússa þegar hafa misst 99 þúsund hermenn frá því að innrás þeirra hófst fyrir um 10 mánuðum. Vert er að taka fram að ekki er hægt að staðfesta þessa tölu. Mannfall er þó gríðarlegt.