Aðskotadýr Um 200.000 laxar í hverjum poka.
Aðskotadýr Um 200.000 laxar í hverjum poka. — Morgunblaðið/Þorgeir
Þeir sem ganga erinda norskra fyrirtækja, sem með eldisiðnaði með norska kynbætta en frjóa laxa hafa fengið aðgang að fjörðum við Ísland, vilja ekki að almenningur átti sig á skiljanlegum tölum. Eins og því hversu marga laxa er verið að ala í lekum netpokunum

Einar Falur Ingólfsson

Þeir sem ganga erinda norskra fyrirtækja, sem með eldisiðnaði með norska kynbætta en frjóa laxa hafa fengið aðgang að fjörðum við Ísland, vilja ekki að almenningur átti sig á skiljanlegum tölum. Eins og því hversu marga laxa er verið að ala í lekum netpokunum. Stundum nær hroðalegur veruleikinn þó eyrum, eins og þegar um 80 þúsund laxar sluppu úr einni einustu kví – fleiri frjóir norskir verksmiðjulaxar en allur íslenski hreini laxastofninn sem er talinn 45 til 80 þúsund laxar. Fjölmiðlar bregðast í upplýsingagjöf þegar þeir tala ekki um fjölda laxa í netpokunum. Óverjandi er þegar latir fréttamenn tala einungis um hversu mörgum þúsundum tonna eigi að neyða inn í firði en minnast ekki á hversu marga fiska er um að ræða. Slík leti gleður umboðsmenn norsku eigendanna. Sláturstærð pokalaxa mun vera um 5,5 kg og í einu tonni því 181 lax. Þetta er ekki flókinn útreikningur og lágmarksvinna fréttamanna þegar fjallað er um fjölda þessara frjóu aðskotadýra hér hversu margar milljónir þeirra eru í fjörðunum okkar.

Ef eldið er komið til að vera þá er aðeins eldi á ófrjóum laxi en þó einkum landeldi verjandi – þaðan sleppur enginn, og eiga Samherji og önnur fyrirtæki sem leita á þau mið hrós skilið.