Norður ♠ 972 ♥ G973 ♦ Á96 ♣ G85 Vestur ♠ D54 ♥ D82 ♦ 1053 ♣ ÁK74 Austur ♠ K63 ♥ 5 ♦ G842 ♣ D10963 Suður ♠ ÁG108 ♥ ÁK1064 ♦ KD7 ♣ 2 Suður spilar 4♥

Norður

♠ 972

♥ G973

♦ Á96

♣ G85

Vestur

♠ D54

♥ D82

♦ 1053

♣ ÁK74

Austur

♠ K63

♥ 5

♦ G842

♣ D10963

Suður

♠ ÁG108

♥ ÁK1064

♦ KD7

♣ 2

Suður spilar 4♥.

Haraldur háfleygi var með annað spil frá Terence Reese, ekki alveg eins hátimbrað og það sem við sáum í gær en háreist eigi að síður. Samningurinn er 4♥ með laufás út. Sagnhafi trompar laufkóng í öðrum slag og tekur á hjartaás. En hvað svo?

Það virðist blasa við að þruma út hjartakóng líka, en Reese vill spila litlu hjarta, undan kóngnum! Fórna möguleikanum á að fella drottninguna fyrir tvísvíningu í spaða. Með orðum Halla: „Segjum að sagnhafi taki á hjartakóng og spili svo tígli á ás og spaða á gosann. Vestur fær á drottninguna, tekur á hjartadrottningu og spilar laufi. Suður trompar með síðasta trompinu heima og kemst ekki inn í borð til að svína aftur í spaða. Þessu má forða með því að spila litlu hjarta.“

„Snoturt.“ Óskar ugla kinkaði kolli. „Engin hjólhestaspyrna, en góð hælsending.“

„Óskar – fótboltinn er búinn.“

„Ég veit.“