Listamaðurinn Helgi Hjaltalín sýnir nýtt verk utandyra í Dugguvogi.
Listamaðurinn Helgi Hjaltalín sýnir nýtt verk utandyra í Dugguvogi. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þið öll er heiti sýningar sem myndlistarmaðurinn Helgi Hjaltalín opnar í Gallerý Skilti í dag, miðvikudag, klukkan 17 til 19. Gallerý Skilti er utandyra, á Dugguvogi 43, og rekið af Birgi Snæbiri Birgissyni myndlistarmanni og Sigrúnu Sigvaldadóttur hönnuði

Þið öll er heiti sýningar sem myndlistarmaðurinn Helgi Hjaltalín opnar í Gallerý Skilti í dag, miðvikudag, klukkan 17 til 19. Gallerý Skilti er utandyra, á Dugguvogi 43, og rekið af Birgi Snæbiri Birgissyni myndlistarmanni og Sigrúnu Sigvaldadóttur hönnuði.

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson nam myndlist við MHÍ, í Düsseldorf, í Hollandi og í San Francisco. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi hér á landi um langt árabil og eru verk eftir hann í eigu allra helstu listasafna landsins. Sýning hans í Gallerí Skilti stendur fram í júní og segist hann vinna með það í verkinu að sólarljósið eyði öllu og að tíminn breyti skilningi á orðum og myndum.