Nú berst sú fregn af fundi að einn ræðumanna hafi verið „myrkur í máli“. Kannist maður ekki við orðasambandið er þá eðlilegt að telja að þar hafi aldeilis verið lesið yfir liðinu. En svo er ekki: myrkur þýðir hér óljós, torskilinn

Nú berst sú fregn af fundi að einn ræðumanna hafi verið „myrkur í máli“. Kannist maður ekki við orðasambandið er þá eðlilegt að telja að þar hafi aldeilis verið lesið yfir liðinu. En svo er ekki: myrkur þýðir hér óljós, torskilinn. Að vera ómyrkur í máli er hins vegar að tala ljóst, hreinskilnislega, afdráttarlaust.