Hlíðarendi Valskonur taka á móti Breiðabliki í fyrsta leik mótsins.
Hlíðarendi Valskonur taka á móti Breiðabliki í fyrsta leik mótsins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Besta deild kvenna í fótbolta 2023 hefst á sannkölluðum stórleik því Íslands- og bikarmeistarar Vals fá Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar í vor. Liðin eiga að mætast á Hlíðarenda þriðjudagskvöldið 25

Besta deild kvenna í fótbolta 2023 hefst á sannkölluðum stórleik því Íslands- og bikarmeistarar Vals fá Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar í vor. Liðin eiga að mætast á Hlíðarenda þriðjudagskvöldið 25. apríl en sólarhring síðar mætast Stjarnan – Þór/KA, ÍBV – Selfoss, Tindastóll – Keflavík og Þróttur R. – FH. Leikið er eftir nýju fyrirkomulagi en eftir 18 umferðir leika sex efstu liðin innbyrðis einfalda umferð og einnig fjögur neðstu liðin.