Knattspyrnusamband Íslands ætlar ekki að styðja Gianni Infantino til áframhaldandi setu sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kom fram á stjórnarfundi sambandsins hinn 8. desember en stjórnarmenn KSÍ lýstu vonbrigðum sínum með margar …
Knattspyrnusamband Íslands ætlar ekki að styðja Gianni Infantino til áframhaldandi setu sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kom fram á stjórnarfundi sambandsins hinn 8. desember en stjórnarmenn KSÍ lýstu vonbrigðum sínum með margar ákvarðanir forsetans í kringum heimsmeistaramótið í Katar. Infantino sækist eftir endurkjöri sem forseti sambandsins á ársþingi FIFA sem fram fer í Rúanda í lok mars.