Sönghópurinn Voces Thules flytur aftansöng, Vesper I úr Þorlákstíðum, í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti á Þorláksmessu í dag kl. 17. „Tíðasöngur í gregoríönskum stíl er nokkurs konar kyrrðarsöngur

Sönghópurinn Voces Thules flytur aftansöng, Vesper I úr Þorlákstíðum, í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti á Þorláksmessu í dag kl. 17. „Tíðasöngur í gregoríönskum stíl er nokkurs konar kyrrðarsöngur. Flutningur þessarar tónlistar er innilegt tilbeiðslu- og hugleiðsluform, sem kristin kirkja hefur iðkað frá ómunatíð,“ segir í tilkynningu. Sönghópinn Voces Thules skipa Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson, Pétur Húni Björnsson, Sigurður Halldórsson og Sverrir Guðjónsson.