Snjómokstur Umræða hefur skapast um málið meðal íbúa í Norðlingaholti.
Snjómokstur Umræða hefur skapast um málið meðal íbúa í Norðlingaholti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í sumum tilfellum þurfa íbúar í Reykjavík að útvega sjálfir snjómoksturstæki og greiða fyrir þjónustuna ef ryðja á húsagötuna þar sem þeir búa. Snýst málið um hvernig eignarhaldi og skilgreiningu er háttað á lóðunum þar sem fasteignirnar standa

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Í sumum tilfellum þurfa íbúar í Reykjavík að útvega sjálfir snjómoksturstæki og greiða fyrir þjónustuna ef ryðja á húsagötuna þar sem þeir búa.

Snýst málið um hvernig eignarhaldi og skilgreiningu er háttað á lóðunum þar sem fasteignirnar standa. Er þar um eignalóðir að ræða en að mestu leyti er byggt á leigulóðum í Reykjavík.

Reykjavíkurborg sér ekki um snjómokstur á eignarlóðum og eru dæmi um að verktakar sem sjá um mokstur fyrir borgina moki þá húsagötur að hluta til en ekki allar. Láti staðar numið við lóðamörk.

Sé mið tekið af frásögnum íbúa sem Morgunblaðið ræddi við í gær þá hefur þessi staða komið íbúum í opna skjöldu. Þeir hafi aldrei verið upplýstir um að þeir væru að kaupa fasteign á svæði þar sem borgin myndi ekki sjá um snjómokstur. Þannig er nokkur umræða meðal íbúa í Norðlingaholti á Fésbókarsíðu hverfisins.

„Íbúar klóra sér gjarnan í höfðinu yfir þessu. Til dæmis fólk sem er nýbúið að kaupa fasteign og áttar sig ekki á þessu,” segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

Höf.: Kristján Jónsson