— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kastaði kveðju á sjósundskonur sem höfðu fengið sér stuttan sprett við Klettagarða í fyrrakvöld og voru á leið í gufubað. Guðni var þá mættur til að taka þátt í árlegri vetrarsólstöðugöngu Pieta-samtakanna

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kastaði kveðju á sjósundskonur sem höfðu fengið sér stuttan sprett við Klettagarða í fyrrakvöld og voru á leið í gufubað. Guðni var þá mættur til að taka þátt í árlegri vetrarsólstöðugöngu Pieta-samtakanna. Tóku þær vel kveðju forsetans, sem hét því að mæta við tækifæri og fá sér hressandi sundsprett.

Þessi aðstaða fyrir sjósundsfólk kom sér vel þegar Ylströndinni í Nauthólsvík var lokað vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun.