Þjálfari Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í desember árið 2020.
Þjálfari Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu í desember árið 2020. — Morgunblaðið/Eggert
Íslenska karlalandsliðið fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Íslenska liðið er í 63. sæti á nýjum lista en var í 62. sæti á listanum sem birtist hinn 6. október. Ísland lék fjóra landsleiki á þessum tíma, tapaði…

Íslenska karlalandsliðið fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Íslenska liðið er í 63. sæti á nýjum lista en var í 62. sæti á listanum sem birtist hinn 6. október. Ísland lék fjóra landsleiki á þessum tíma, tapaði gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu í vináttulandsleikjum og gerði jafntefli gegn Litháen og Lettlandi í Eystrasaltsbikarnum. Brasilía er sem fyrr í efsta sætinu og heimsmeistarar Argentínu eru í öðru sætinu.