Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson vill að „gullóðir“ viti að réttindum fylgja skyldur. Samhliða beri að ræða hreinsun fjalla og firninda landsins eftir að fárviðri og ísing hafa fellt himinhá möstrin og hlutafélag um „gullgröftinn“ er orðið gjaldþrota. Búnað úr óendurvinnanlegum efnum þurfi því að urða.

Ragnar Önundarson vill að „gullóðir“ viti að réttindum fylgja skyldur. Samhliða beri að ræða hreinsun fjalla og firninda landsins eftir að fárviðri og ísing hafa fellt himinhá möstrin og hlutafélag um „gullgröftinn“ er orðið gjaldþrota. Búnað úr óendurvinnanlegum efnum þurfi því að urða.

Nú þegar flytja á sjálft landið út, grús, sand og vikur, sé óhjákvæmilegt að leggja á námu- eða auðlindagjald. Við eigum ekki að eyða tímanum í rifrildi, heldur hafa gjaldið hóflegt, t.d. 2% af veltu. Ragnar vill ekki að menn geti í krafti eignarréttar eignast jarðefni, sem víst er að munu í jarðeldum framtíðarinnar falla á land þeirra, og flutt út gjaldfrjálst, sem sýnir fáránleika ótakmarkaðs eignarréttar.

Sú regla gildir, að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. Flestir landeigendur ganga út frá því að uppsetning og rekstur vindorkugarða sé einkamál þeirra. Málið er ekki svo einfalt. Hvinur, höggbylgjur og fugladauði eru ekki einkamál. Sjónmengun ekki heldur.

Ekki er þörf fyrir þessa orku enn og eðlilegt að virkja fyrst þau jökulvötn sem henta best. Sennilega er besti staðurinn fyrir vindmyllur úti á sjó og þá sem næst markaðnum sem nýtir orkuna.

Hann er ekki hér.