Furðuverur Tvíhöfða slanga í eyðimörkinni er um 20 metrar á lengd.
Furðuverur Tvíhöfða slanga í eyðimörkinni er um 20 metrar á lengd. — Ljósmynd/Yamagata-háskóli
Nazca-línurnar eru víðfrægar, teikningar af alls kyns flennistórum dýrum og mörg hundruð metra löngum línum sem þjóð sem bjó á því þurra landsvæði í sunnanverðri Perú sem kallast Nazca mótaði í eyðimörkinni fyrir 1.800 til 2.500 árum

Nazca-línurnar eru víðfrægar, teikningar af alls kyns flennistórum dýrum og mörg hundruð metra löngum línum sem þjóð sem bjó á því þurra landsvæði í sunnanverðri Perú sem kallast Nazca mótaði í eyðimörkinni fyrir 1.800 til 2.500 árum. Teikningarnar voru enduruppgötvaðar fyrir tæpri öld og hafa verið mikið rannsakaðar og rýnt í sögu þeirra og form, með alls kyns tilgátum um tilganginn. Myndirnar voru gerðar með því að fjarlægja hrjúft efsta lagið og þá blasir við ljósara undirlag. Þótt nýjar myndir og línur hafi af og til fundist var lengi talið að myndirnar væru innan við 200. Það hefur breyst á síðustu árum því vísindamenn frá Yamagata-háskólanum í Japan hafa myndað svæðið ítarlega með flygildum og beitt gervigreind á myndirnar. Með þeirri aðferð hafa þeir nú fundið og kynnt 168 nýjar myndir, af rottum, slöngum og alls kyns öðrum verum, sem eru frá um tveimur metrum á stærð upp í fleiri tugi metra.