Hlauparar Gott og gaman að skokka um stíga þvers og kruss um bæinn.
Hlauparar Gott og gaman að skokka um stíga þvers og kruss um bæinn. — Morgunblaðið/Golli
Eins og hefð er fyrir stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness fyrir kirkjuhlaupi á öðrum degi jóla. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 10 og þaðan tekinn stór hringur um borgina þar sem hlaupið er fram hjá nokkrum kirkjum

Eins og hefð er fyrir stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness fyrir kirkjuhlaupi á öðrum degi jóla. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 10 og þaðan tekinn stór hringur um borgina þar sem hlaupið er fram hjá nokkrum kirkjum. Þegar Nesinu sleppir er fyrst skeiðað fram hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni við Öldugötu og þaðan að Landakotskirkju. Næst koma svo Dómkirkjan, Fríkirkjan og Aðventkirkjan við Ingólfsstræti. Síðust er Neskirkja og endað er aftur á Nesinu, en þá hafa þau sem treysta sér alla leið lagt að baki 14 km. Að loknu hlaupi býður Seltjarnarneskirkja hlaupurum upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Raunar þarf ekki viðburð sem þennan til að fara megi út að hlaupa. Ef færi er gott og skórnir þægilegir er öllum leiðin greið.