— AFP/Scott Olson
Snjókoma og jökulkaldur vindur í aðdraganda jólanna vestanhafs urðu til þess að veðurviðvaranir voru hjá 240 milljónum Bandaríkjamanna í gær. Þúsundum flugferða var aflýst og vegum lokað. Líklegt er að veðrið hafi áhrif á jólahald fjölda fólks sem kemst ekki til að fagna með fjölskyldu sinni

Snjókoma og jökulkaldur vindur í aðdraganda jólanna vestanhafs urðu til þess að veðurviðvaranir voru hjá 240 milljónum Bandaríkjamanna í gær. Þúsundum flugferða var aflýst og vegum lokað. Líklegt er að veðrið hafi áhrif á jólahald fjölda fólks sem kemst ekki til að fagna með fjölskyldu sinni. Íslendingar fengu að kenna á kuldanum fyrr í vikunni en nístingskalt heimskautaloft hefur nú fært sig yfir til Kanada og Bandaríkjanna og jafnvel í heitari ríkjum Bandaríkjanna er búist við meiri kulda en venjulega. Víða í Bandaríkjunum fór frostið niður í 40 gráður þegar áhrif vinds eru reiknuð með. Rúmlega ein og hálf milljón manns er án rafmagns vegna álags á raforkukerfin. Í héraðinu Saskatchewan í miðhluta Kanada fór frostið í 50 gráður.