Venjulegt fólk heldur að sjálfsögðu hátíðleg jól.
Venjulegt fólk heldur að sjálfsögðu hátíðleg jól. — Morgunblaðið/Eggert
Jólasjónvarp Íslenskt efni verður fyrirferðarmikið í dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, jóladagskvöld. Stöð 2 byrjar á Allra síðustu veiðiferðinni, þar sem sjálfum forsætisráðherra er boðið í veiðiferð vinahópsins

Jólasjónvarp Íslenskt efni verður fyrirferðarmikið í dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, jóladagskvöld. Stöð 2 byrjar á Allra síðustu veiðiferðinni, þar sem sjálfum forsætisráðherra er boðið í veiðiferð vinahópsins. Þar á eftir kemur stórmyndin Everest eftir Baltasar Kormák. RÚV sýnir Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson sem fjallar um konu sem kynnist erlendum ferðamanni á gistiheimili. Sjónvarp Símans býður svo upp á sérstakan jólaþátt af hinum geysivinsæla gamanmyndaflokki Venjulegu fólki.