Veisla Biðraðir mynduðust í fiskbúðinni Hafbergi. Allir fengu þó sitt af rammsterkri skötunni en henni fylgdi meðlæti eins og grænmeti og rúgbrauð.
Veisla Biðraðir mynduðust í fiskbúðinni Hafbergi. Allir fengu þó sitt af rammsterkri skötunni en henni fylgdi meðlæti eins og grænmeti og rúgbrauð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skata og annað slíkt fiskmeti var víða á borðum í gær, Þorláksmessu. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventu að gæta hófs í öllu og hafa daginn fyrir jól á borðum fiskmeti heldur lakara en annað, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs

Skata og annað slíkt fiskmeti var víða á borðum í gær, Þorláksmessu. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventu að gæta hófs í öllu og hafa daginn fyrir jól á borðum fiskmeti heldur lakara en annað, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs. Þetta er hin einfalda ástæða þess að skötuhefðin kemur að vestan; aflabrögð.

Í fiskbúðinni Hafbergi við Gnoðarvog í Reykjavík var fólki sem var sólgið í kæsta skötu hleypt inn í hópum, slík var eftirspurnin og áhuginn. Skata er nefnilega herramannsmatur!

Á vegum Faxaflóahafna var svo í gær skötuveisla um borð í hafnsögubátnum Magna, sem var í Reykjavíkurhöfn. Þar sá Ingimar Finnbjörnsson um að elda skötuna og annað sem þurfti, sem starfsfólk fyrirtækisins og fleiri gerðu góð skil. sbs@mbl.is