Segðu mér Eiríkur, hvers vegna þú gafst hundinum þínum nafnið „Gamli karl“?“ „Það var bara grín. Það er svo gaman að sjá hversu margir snúa sér við þegar ég kalla á hann.“ Óli: „Pabbi, ég kann að kveikja eld með tveimur spýtum!“ Pabbi: Hvernig gerir …

Segðu mér Eiríkur, hvers vegna þú gafst hundinum þínum nafnið „Gamli karl“?“ „Það var bara grín. Það er svo gaman að sjá hversu margir snúa sér við þegar ég kalla á hann.“

Óli: „Pabbi, ég kann að kveikja eld með tveimur spýtum!“ Pabbi: Hvernig gerir þú það?“ Óli: „Þú passar bara að önnur spýtan sé eldspýta!“

Úrvinda prófessor segir við vin sinn: „Ég er búin að vera svo þreytt upp á síðkastið að ég hef sett fötin mín í háttinn og sofnað á stólnum!“

Annar froskurinn segir við hinn: „Nei, við eigum engin börn. Konan mín er svo hrædd við storka.“

Á útiveitingastað er fugl að pirra einn gestinn. Reiður segir hann: „Snautaðu burt, annars panta ég þig!“

Tveir kennarar eru á veitingastað og þjónninn spyr: „Eruð þið búin að finna eitthvað?“ Annar kennarinn svarar: „Já, sjö stafsetningar­villur!“

Prófessorinn spyr vinnufélaga sinn: „Veistu hvar blýanturinn minn er?“ „Já, á bak við eyrað.“ „Voðalega flækir þú þetta mikið. Á bak við hvaða eyra?“

Þór við konuna sína: „Af hverju hleypur hundurinn okkar alltaf út í horn þegar bjallan hringir?“ „Það er af því að hann er boxerhundur!“